Bankar í Suður Kóreu, sem að sögn Reuters fréttastofunnar eru taldir veikastir banka í Asíu um þessar mundir, hafa nú í fyrsta skipti beðið Seðlabanka Bandaríkjanna um lán í dollurum.

Að sögn Reuters eygja bankarnir von um að aukið flæði dollara hagkerfi S – Kóreu auki þar stöðugleika og koma jafnvægi ámarkaði sem eiga, líkt og aðrir markaðir, undir högg að sækja um þessar mundir.

Korea Development Bank, sem er í opinberri eigu, tilkynnti í morgun að bankinn væri tilbúinn að gefa út skuldabréf að verðmæti 830 milljónir Bandaríkjadala til þriggja mánaða.

Þá tilkynnti annar kóreskur bankin, Kookmin Bank að hann hefði þegar fengið heimild frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að skuldabréf til skamms tíma.