Frá áramótum hafa stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir, aukið gjaldeyrisstöðu sína um 208 milljarða íslenskra króna en samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands var gjaldeyrisjöfnuður þeirra jákvæður (erlendir gjaldmiðlar umfram krónur) um 742 milljarða íslenskra króna.

Í marsmánuði jókst gjaldeyrisjöfnuðurinn um 92 milljarða króna, sem skýrist m.a. af mikilli veikingu krónunnar.

Síðastliðna tíu mánuði, eða frá því í lok maí í fyrra, má segja að viðskiptabankarnir hafi nánast hamast við að færa eigið fé sitt úr krónum í erlenda mynt en í lok maí í fyrra var gjaldeyrisjöfnuður þeirra jákvæður um rúma 229 milljarða og hefur því aukist um 224% á aðeins um tíu mánuðum.

Á sama tíma hefur hlutfall krónunnar í eigin fé bankanna hríðfallið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .