Í síðustu viku sagði Obama að Bandaríkjamenn stæðu andspænis mestu efnahagserfiðleikum frá tímum kreppunnar miklu.

Vafalaust mun heildarupphæðin breytast á næstu vikum í meðförum þingsins en það verður vart til þess að breyta skoðun þeirra sem telja að ríkið þurfi að axla mun meiri byrðar eigi að afstýra efnahagslegri skelfingu.

Þrátt fyrir það gera menn sér grein fyrir að nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld að sníða sér efnahagsstakk eftir hagvexti til framtíðar. Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings (e. Congressional Budget Office) gerir ráð fyrir að hagvöxtur á næstu tveim árum í Bandaríkjunum verði 6,8% minni en alla jafna við fullt atvinnustig.

Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að þetta þýði að brúa þurfi 2,1 billjóna ginnungargap í bandaríska hagkerfinu.

Augljóslega nær tæplega 800 milljarða dala innspýting ekki að brúa það gap, þrátt fyrir að tekið sé tillit til margföldunaráhrifa fjárfestinga ríkisins, auk þess sem uppi eru efasemdir að hún muni skila tilætluðum árangri.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .