Baugur hefur áhuga á að brjóta upp bresku verslunarkeðjuna Woolworths, segir í frétt Financial Times, en félagið á um 10% hlut í breska fyrirtækinu.

Í fréttinni segir að Baugur ætli sér að fækka verslunum og selja til keppinauta, svo sem ASDA, sem er í eigu bandaríska verslunarrisans Wal Mart.

Greiningarfyrirtækið Evolution telur það þó ólíklegt að Baugi takist að brjóta upp Woolworths og reiknar með því að fjárfestar muni vilja að niðurstöður jólaverslunarinnar liggi fyrir áður en skoðað er að búta niður fyrirtækið.