Lilja Alfreðs­dóttir settur ráð­herra mun skipa Berg­þóru Þor­kels­dóttur dýra­lækni í emb­ætti for­stjóra Vega­gerð­ar­innar. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar um málið.

Berg­þóra stundaði nám í mark­aðs­fræðum við Chartered Institute of Mar­ket­ing í Bret­landi og nam rekstr­ar- og við­skipta­fræði við Háskóla Íslands. Áður lauk hún kandídats­prófi í dýra­lækn­ing­um.

Berg­þóra hefur starfað sem for­stjóri ÍSAM ehf., fram­kvæmda­stjóri Líf­lands og Kornax og hjá Fast­us. Hún hefur setið í stjórn Sam­taka iðn­að­ar­ins og í full­trúa­ráði Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Nýlega tók hún svo sæti í stjórn Við­skipta­ráðs Íslands.

Berg­þóra mun taka við emb­ætt­inu af Hreini Har­alds­syni, en Hreinn hefur gegnt starfi vega­mála­stjóra síðan árið 2008.