Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Mílanó í dag. Hann var fundinn sekur um skattabrot í máli sem tengist fjölmiðlafyrirtækinu Mediaset SpA.

Ólíklegt er að Berlusconi muni sitja inni vegna aldurs, að því er kemur fram í frétt Bloomberg um máli. Þrjú ár af dóminum eru skilorðsbundin samkvæmt niðurstöðu réttarins. Dómurinn í dag féll í undirrétti og getur hann áfrýjað honum tvisvar sinnum.

Dómurinn kemur í sömu viku og tilkynnt var að Berlusconi, sem sat í stóli forsætisráðherra í þrjú kjörtímabil, muni ekki taka þátt í prófkjöri fyrir næstu kosningar í landinu. Berlusconi hefur sakað ákæruvaldið um tilraunir til þess að eyðileggja pólitískan feril sinn og fullyrðir að hann hafi eytt um 400 milljónum evra í varnir fyrir dómstólum síðan hann hóf pólitískan feril árið 1994.