Viðskiptablaðið fékk Arnar Gauta Sverrisson, tískuráðgjafa hjá Elite Model Iceland, til að velja þá einstaklinga sem eru best klæddir í viðskiptalífinu að hans mati. Niðurstöðurnar má lesa í áramótatímariti Viðskiptablaðsins, Áramótum. Hér er farið yfir þá einstaklinga sem Arnar Gauti valdi í 10.-6. sæti og umsögn hans um fólkið og klæðnaðinn.

10 - Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og fv. forstjóri Landsvirkjunar.

Friðrik Sophusson
Friðrik Sophusson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

„Friðrik er klassík í útliti en hefur í gegnum árin verið skarpur í klæðnaði og fágaður í senn.“

9 - Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital.

Kristín Pétursdóttir
Kristín Pétursdóttir
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

„Kristín er alltaf flott og fáguð, hún hefur líka efni á því . Það er alltaf mikill klassi yfir henni.“

8 - Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)

„Arnór er snyrtilegur og flottur maður sem ber fötin sín vel. Hann er í mjög stífu vinnuumhverfi en mætti stundum sleppa bindinu og vera í flottri peysu yfir skyrtuna, ef það má.“

7 - Baltasar Kormákur, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi.

Baltasar Kormákur
Baltasar Kormákur
© BIG (VB MYND/BIG)

„Það er enginn eins og Balti, hann mætir klæddur eins og honum hentar og kemst upp með það. Hann er flottur í öllu sem hann fer í og yfirleitt er það þá Timberland skór, gallabuxur og flott peysa og úlpa. Hann þarf bara að eiga einn virkilega flottan smóking þegar hann fer að taka á móti styttunum sínum í framtíðinni.“

6 - Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.is.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)

„Sigga Magga hefur alltaf litið vel út í gegnum árin, hún er ávallt glæsileg og töff í klæðnaði og öryggið uppmálað.“