Lýsing hf. hefur orðið við kröfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um upplýsingagjöf til viðskiptavina. Þetta gæti leitt til þess að sá hluti viðskiptavina Lýsingar sem þegar höfðu gert upp sín lán eigi endurkröfurétt á fyrirtækið og geti óskað eftir leiðréttingu á greiðslum.

Í apríl í fyrra féll í Hæstarétti dómur (672/2012) um bílasamning Lýsingar, sem var að hálfu leyti gengistryggður og að hálfu leyti í íslenskum krónum. Niðurstaða dómsins var sú að ekki hefði verið skýrt kveðið á um verðtryggingu þess hluta sem var í íslenskum krónum og var Lýsing dæmd til að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpar 700 þúsund krónur auk 2,5 milljóna króna í málskostnað.

Lýsing veitti þeim viðskiptavinum sínum sem voru með virka lánssamninga upplýsingar um þetta dómsmál. FME krafðist þess í september í fyrra að Lýsing veitti einnig þeim viðskiptavinum sem þegar hefðu gert upp sambærilega samninga og möguleg krafa ekki fyrnd þessar upplýsingar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .