Sala nýrra bíla á Norður-Írlandi jókst um 6,8% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en bílasölur þar í landi seldu samtals 3.432 nýja bíla. Það sem af er ári hafa 16.750 bílar selst á Norður-Írlandi sem samsvarar 17,4% hækkun.

Vinsælustu bílategundirnar hafa verið Hynduai Tucson og Fiesta og Puma frá Ford.

Bílasölur hafa tekið þessum tölum fagnandi en undanfarin tvö ár hefur iðnaðurinn þurft að glíma við birgðakeðjuvandamál og seinkun á afhendingu nýrra bíla. Það hefur meðal annars reynst einstaklega erfitt að fá hálfleiðara sem eru mikið notaðir í rafeindakerfum bíla.

Sala nýrra bíla í Bretlandi hefur nú farið hækkandi níu mánuði í röð og voru 132.990 nýjar skráningar í apríl. Það er hins vegar 17,4% lækkun frá þeim tíma fyrir heimsfaraldur árið 2019.