*

laugardagur, 16. janúar 2021
Innlent 3. desember 2020 07:03

Birgir og Skeljungur á eftir Domino's

Birgir Bieltvedt og Skeljungur standa að baki tilboði í Domino's á Íslandi. Fjöldi erlendra og innlendra aðila hafa boðið í reksturinn.

Alexander Giess
Birgir Þór Bieltvedt fjárfestir og veitingamaður.
Haraldur Guðjónsson

Birgir Þór Bieltvedt, ásamt hópi fjárfesta, hefur lagt fram kauptilboð í Domino‘s á Íslandi. Ef tilboðið verður samþykkt mun Birgir eignast ráðandi hlut. Þetta staðfestir Birgir í samtali við Viðskiptablaðið. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Skeljungur með í kauptilboði Birgis en ekki liggur fyrir hvort fleiri fjárfestar stóðu einnig að tilboðinu. Seljandi er Domino‘s Pizza Group (DPG), sérleyfishafi keðjunnar í Bretlandi, sem einnig hyggst selja rekstur sinn á hinum Norðurlöndunum. 

Fjárfestar fengu frest til 25. nóvember til þess að skila inn tilboði en Domino‘s hérlendis var sett á sölu fyrir um ári síðan. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru Birgir og Skeljungur ekki ein um hituna en ánægja ríkir með þátttöku og eftirspurn frá innlendum sem og erlendum fjárfestum.

Nánar er rætt við Birgi og fjallað um söluferli Domino's í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér