Prófkjöri Pírata er lokið, niðurstaðan er sú að Birgitta Jónsdóttir er efst, Jón Þór Ólafsson er í 2. sæti og Ásta Helgadóttir í því þriðja. Ásta og Birgitta eru núverandi þingmenn Pírata, en Ásta tók við sæti á Alþingi þegar Jón Þór sagði af sér þingmennsku á kjörtímabilinu.

Ljóst er að þau munu líklega leiða hvert sitt kjördæmið á höfuðborgarsvæðinu, en sá í efsa sæti fær fyrstur að velja í hvaða kjördæmi viðkomandi býður sig fram í, svo næsti á eftir og svo framvegis.

Helgi Hrafn Gunnarsson núverandi þingmaður bauð sig ekki fram. Athygli vekur að Þór Saari fyrrum þingmaður hreyfingarinnar náði 11. sæti í prófkjörinu. Hér er listinn yfir þá 15 efstu í prófkjörinu sem þá væntanlega verða í 5 efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmi Suður, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suðvesturkjördæmi, kraganum svokallaða.

  1. Birgitta Jónsdóttir
  2. Jón Þór Ólafsson
  3. Ásta Helgadóttir
  4. Björn Leví Gunnarsson
  5. Gunnar Hrafn Jónsson
  6. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  7. Viktor Orri Valgarðsson
  8. Halldóra Mogensen
  9. Andri Þór Sturluson
  10. Sara E. Þórðardóttir Oskarsson
  11. Þór Saari
  12. Olga Cilia
  13. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
  14. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir
  15. Snæbjörn Brynjarsson

Hér er hægt að sjá hvernig kosningarnar fóru.