wall street
wall street
© AFP (AFP)
Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hækkaði um meira en 1% þegar markaðir opnuðu kl.13:00 að íslenskum tíma af því er fram kemur í frétt Reuters. Dagurinn í gær var mesti lækkunardagur um langt skeið á hlutabréfamörkuðum í heiminum. Áhyggjur af efnahagsbúskap heimsins, skuldum Bandaríkjanna og skuldakrísunni í Evrópu eru meðal ástæðna lækkananna.

Við opnun markaða hækkaði Dow Jones vísitalan um 160,26 stig sem nemur 1,14% hækkun. Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 18,04 stig og er það 1,50% hækkun. Þá hækkaði vísitalan Nasdaq Composite um 35,25 stig og hafði hækkað um 1,38%.