Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær.

Þá hlaut Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kosningu í annað sæti listans, Ragnheiður Ríkharðsdóttir í þriðja sæti, Jón Gunnarsson í fjórða sæti og Óli Björn Kárason, ritstjóri kom nýr inn á lista og hlaut kosningu í fimmta sæti.

Þá hlaut Rósa Guðbjartsdóttir kosningu í sjötta sæti en mestu athyglina vekur að Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður flokksins hlaut kosningu í sjöunda sæti en hann var í þriðja sæti listans í síðustu kosningum.

Eins og sést þó á vef Sjálfstæðisflokksins munaði aðeins fimm atkvæðum á milli Rósu og Ármanns Kr. í sjötta sæti.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú 6 þingmenn í kjördæminu (þar af einn uppbótarþingmann) þannig að miðað við núverandi þingmannafjölda myndu þau Óli Björn Kárason og Rósa Guðbjartsdóttir taka sæti á þingi en Ármann Kr. falla að þingi. Ragnheiður Elín Árnadóttir er einnig þingmaður flokksins í kjördæminu en hún gaf kosta á sér í Suðurkjördæmi nú.

Lokaröð frambjóðenda er því sem hér segir:

  1. Bjarni Benediktsson (var í 2. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)
  2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (var í 1. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)
  3. Ragnheiður Ríkharðsdóttir (var í 5. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)
  4. Jón Gunnarsson (var í 4. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)
  5. Óli Björn Kárason (kemur nýr inn á lista.)
  6. Rósa Guðbjartsdóttir (kemur ný inn á lista.)
  7. Ármann Kr. Ólafsson (var í 3. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)