Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi fjárfestingafélagsins Novator, er í 1.217 sæti á nýbirtum auðmannalista Forbes. Auðæfi Björgólfs eru metin á 2,5 milljarða dala, eða sem nemur 340 milljörðum króna.

Björgólfur fer upp um 21 sæti á milli ára, þó auðæfi hans séu metin á sömu upphæð og í fyrra. Samkvæmt Forbes hafa auðæfi Björgólfs rúmlega tvöfaldast á undanförnum átta árum, farið úr 1,3 milljörðum dala árið 2015 upp í 2,5 milljarða dala í dag.

Björgólfur birtist fyrst á lista Forbes árið 2005. Hann datt út af listanum í kjölfar bankahrunsins en sneri aftur árið 2015.

Enginn Davíð á listanum

Davíð Helgason, einn af þremur stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity, var á milljarðamæringalista Forbes í rúmt ár. Þannig var hann í 2.674 sæti í fyrra yfir ríkustu menn heims og voru auðæfi hans metin á 1,1 milljarða króna.

Davíð datt hins vegar út af lista Forbes fyrir tæplega ári síðan, en það skýrist einkum af lækkun hlutabréfaverðs Unity.