Stjórn þingflokks Samfylkingarinnar var kosin á þingflokksfundi í dag og var Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi viðskiptaráðherra kjörin formaður þingflokksins.

Björgvin tekur við af Lúðvík Bergvinssyni sem lét af þingmennsku nú í vor.

Þá var Steinunn Valdís Óskarsdóttir kjörinn varaformaður og Skúli Helgason ritari.