*

mánudagur, 27. september 2021
Fólk 16. apríl 2015 16:21

Björk ein af 100 áhrifamestu

Time Magazine hefur útnefnt Björk Guðmundsdóttur sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heims.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Björk hefur verið valin ein af 100 áhrifamestu einstaklingum heims að mati Time magazine.

Björk er á í flokki „fyr­ir­mynda“ (eða icons) á listanum, ásamt fleiri heimsþekkt­um ein­stak­ling­um meðal annars Frans páfa, Taylor Swift og rit­höf­und­num Har­uki Murakami.

Listaðurinn Marina Abromovic skrifaði um hana fyrir tímaritið.  Abromovic vísar til þess að þegar Eyjafjallajökull gaus var Björk óhrædd við náttúruna, í staðinn tilbað hún hana. Abromovic segir Björk sem listamann alltaf vera á brúninni, þegar hún vinnur með nýjustu tækni, tísku, hljóð og myndir er hún alltaf að bjóða aðdáendum inn í sinn eigin persónulega heim. Hún segir alvöru töfra Bjarkar liggja í því að hún veiti okkur kjark til að vera við sjálf.