Sala á notuðum íbúðum í Bandaríkjunum jókst lítillega í ágúst síðastliðnum, sjöunda mánuðinn í röð, og hefur nú ekki verið hærri en frá því í mars 2007.

Samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiparáðuneytinu jókst salan um 6,4% í ágúst og hefur þá aukist um 12,4% milli ára.

Greiningaraðilar á vegum Reuters fréttastofunnar höfðu gert ráð fyrir aukinni sölu en þó aðeins um 1 – 1,5%.