Breska utanríkisráðuneytið, undir forystu Davids Milibands, hefur meinað breskri þingnefnd að fara í opinbera heimsókn til Íslands vegna „pólitísks óstöðugleika“ sem það telur ríkja hérlendis.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að þar eigi ráðuneytið við það ástand sem ríkir á Íslandi í kjölfar þess að forseti landsins synjaði Icesave-lögunum um undirskrift.

Þingnefndin, sem fjallar um málefni Skotlands, átti að koma hingað til lands næstkomandi sunnudag og fara af landi brott á miðvikudag. Ráðgert var að sex af þeim ellefu þingmönnum breska þingsins sem í henni sitja kæmu hingað til lands.

Þorri þeirra eru þingmenn Verkamannaflokksins, sem er við völd í Bretlandi.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .