Breski pósturinn, Royal Mail, verður einkavæddur á næstunni. Verður þetta stærsta einkavæðing í Bretlandi í áraraðir.

Áætlun um einkavæðinguna verður lögð fram af ríkisstjórninni í innan mánaðar. Starfsmenn póstsins eru um 150.000.

Vince Cable viðskiptaráðherra sagði í dag að þúsundir starfsmanna fengju möguleika að kaupa allt að 10% hlutafjár í félaginu á lágu verði, jafnvel ókeypis. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Er þetta stærsta kaupréttarkerfi við einkavæðingu síðan Breski síminn (British Telecom) var einkavæddur árið 1984.