Bretland hefur nú keypt bóluefni frá þýska líftæknifélaginu BioNTech og frá franska félaginu Valneva. 30 milljón lyfjaskammta var keypt frá BioNTech, sem verður afhent á næstu tveimur árum, og 60 milljón skammta frá Valneva en Bretland er fyrsta þjóðin til að kaupa bóluefni frá BioBtech.

Samkvæmt umfjöllun á Financial Times eru 23 mótefni eru í klínískri prófun nú um mundir en Bretland hefur nú þegar keypt um 100 milljón eintök af bóluefni frá Oxford háskólanum, ekki liggur fyrir hvað var greitt fyrir sýnin.

Aðferðir þessara þriggja ríkja við vinnslu mótefnisins eru allar með ólíkum hætti sem gæti skýrt áhuga ríkisins að kaupa frá þremur framleiðendum.

Fjögur önnur Evrópulönd hafa tryggt sér mótefni frá Oxford en Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Holland hafa keypt um 400 milljón sýni frá framleiðandanum.