Bretar tóku 8,3 milljarða punda (900 milljarðar króna) af eigin fé út úr fasteignum sínum á þriðja ársfjórðungi árins í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Englandsbanka.

Er það lægri upphæð en á öðrum ársfjórðungi, en þá nam upphæðin 10 milljörðum punda.

Húsnæðisverð á Bretlandseyjum hefur hækkað gífurlega síðustu ár og hafa mörg heimili endurfjármagnað húsnæðislán og hækkað þau til að fjármagan einkaneyslu.

Met var slegið á fjórða ársjórðungi árið 2003, en þá nam upphæðin 17,6 milljörðum punda.

Sérfræðingar telja að samdrátturinn á milli fjórðunga í fyrra auki líkur á því að Englandsbanki lækki stýrivexti sína nú í byrjun árs. Stýrivextir bankans eru 4,5%, og spá flestir 25 punkta lækkun í 4,25%.