Alls fóru 20 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum, 300 færri en í janúarmánuði  árinu áður.

Erlendum gestum fækkar því um 1,5% milli ára.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Þar er jafnframt greint frá því að brottförum Íslendinga fækkaði verulega eða um 40%, voru 16 þúsund í janúar 2009 en 31 þúsund á árinu 2008.

Ef litið er til  helstu landa má sjá nokkra fjölgun gesta frá Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. Bretar standa í stað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar lítillega eða um 6%, Frökkum um 12% og Pólverjum um 15%.

Gestum frá öðrum löndum og fjarmörkuðum fækkar um 13%.

Sjá nánar á vef Ferðamálastofu.