Verðbréfafyrirtækið Arev hf. sem sér um söluna á Brúneggjum hefur staðfest að eigendur félagsins eigi í viðræðum við þrjá aðskilda hópa fjárfesta um að kaupa fyrirtækið.

Er stefnt að því að niðurstaða í viðræðurnar fáist fyrir mánaðarmót að því er segir á Vísi .

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hættu eigendur Múlakaffis ehf. og Dalsáróss ehf. við kaupin á Brúneggjum eftir að starfssemi félagsins komst í hámæli í kjölfar umfjöllunar í Kastljósi um aðbúnað hænsnanna.

Hófst formlegt söluferli til fyrrnefndra kaupenda 12. desember og var kaupsamningur undirritaður 28. desember, en sala á vörum félagsins hrundi í kjölfar fyrrnefndrar umræðu.

Tóku allir stærstu viðskiptavinir þess, þar á meðal verslanirnrar Bónus, Krónan og Nettó Brúneggin úr hillum sínum.

Eigendur Brúneggja til helminga eru félagin Geysir-fjárfestinarfélag ehf. og Balar ehf., en Kristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri Brúneggja er eigandi Geysis en bróðir hans, Björn Jónsson á Bala.