Búið er að slökkva elda í olíuskipinu sem kviknaði í eftir að flutningaskip sigldi á það við höfnina í Dubai um klukkan 12:20 að staðartíma í dag.

Skipið heitir Kasmhir og er skráð á Möltu en tryggt hjá Lloyd’s að því er næst verður komist.

Olíuskipið var að flytja um 30.000 tonn af olíuefni sem nota átti í plastframleiðslu. Var það á leið frá Arabíska furstadæminu til Írans.

Flutningaskipið sem keyrði á olíuskipið mun heita Sima Saman og siglir undir fána Singapúr og var að flytja margvíslega vöru í 20 og 40 feta gámum.