Þeir sem koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags byggðri á reynslunni af Wow air hafa verið í viðræðum við þrotabú félagsins um kaup eigna úr því, en skiptastjórinn segir að núþegar sé búið að selja verðmætustu eignirnar að því er fram kemur í samtali við skiptastjórann á Vísi.

Greint var frá því í morgun að fyrrverandi stjórnendur WOW air vinni nú að stofnun nýs flugfélags undir nafninu WAB air, sem er vinnuheiti sem stendur fyrir We are back, eða við erum komnir aftur.

Sveinn Andri, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfestir að hópurinn hafi sýnt eignum þrotabúsins áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag náðst. Annar aðili hafi þá keypt það verðmætasta úr þrotabúinu en vildi þó ekki tilgreina hver það væri að svo stöddu.

Þá hefur komið fram að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, í samtali við Vísi , að hann hafi enga aðkomu að stofnun nýs flugfélags.