Bandarísku bankarnir Goldman Sachs og Bank of America Merril Lynch (BofA) hafa báðir lækkað spá sína fyrir hagvöxt á Indlandi. Fyrrnefndi bankinn hafði spáð 7,2% hagvexti á Indlandi í ár en BofA 6,8%. Nú er búist við á bilinu 6,5-6,6% hagvexti í landinu. Fyrr í vikunni lækkaði Morgan Stanley sömuleiðis hagspá sína fyrir Indland. Hann reiknar með 6,3% hagvexti þar í ár.

Í rökstuðningi bankanna kemur fram að hægt hafi á heimshagkerfinu og muni Indland ekki fara varhluta af því. Þá hefur ekki bætt úr skák að indverska rúpían hefur verið á hægri niðurleið síðustu misserin og hefur hún aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadal. Eins og til að bæta gráu ofan á svart hefur hvert hneykslismálið á fætur öðru hefur skekið indversku ríkisstjórnina og það tafið fyrir aðgerðum sem eiga að auka hagvöxt í landinu. +

Hagvöxtur á Indlandi mældist 6,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt umfjöllun Financial Times um málið.