George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur afþakkað boð um að heimsækja Ferdowsi háskólann í Íran, en í tilkynningu Hvíta hússins segir að hann myndi íhuga tilboðið ef Íran væri lýðræðisríki og væri ekki með eyðileggingu Ísraelsríkis á stefnuskránni.

Tilboðið kemur í kjölfar heimsóknar Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta til Columbia háskólans í síðustu viku. Írönum þótti ekki sérlega vel tekið á móti honum, enda féll afneitun hans á helförinni víst ekki vel í kramið.