Gosframleiðandinn Coca-Cola hefur keypt hlut í mjólkurframleiðandanum Fairlife, sem framleiðir síaða, sykurskerta og laktósafría mjólk, sem seld er á mun hærra verði en venjuleg mjólk. Á sínu fyrsta ári seldi Fairlife mjólk fyrir um 90 milljónir dala, andvirði um 11 milljarða króna, en í frétt Bloomberg segir að Coca-Cola telji að hægt sé að auka söluna umtalsvert.

Sala á hefðbundnu gosi hefur staðið í stað eða minnkað eilítið undanfarið, en sala á lífrænni mjólk jókst um 7,2% í Bandaríkjunum síðustu 12 mánuði og sala á mjólk af því tagi sem Fairlife framleiðir jókst um 23,% á sama tíma.

Mjólkuriðnaðurinn vestra hefur lengi leitað leiða til að auka mjólkurneyslu Bandaríkjamanna, en árið 2013 nam meðalneysla á mann um 72 lítrum, en var um 160 lítrar þegar mest lét árið 1945.