*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 28. febrúar 2006 16:06

Dagsbrún hækkar hlutafé til að greiða fyrir Securitas og Senu

Ritstjórn

Stjórn fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Dagsbrúnar hefur samþykkt að hækka hlutafé félagsins um 688.333.334, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Eftir hækkunina verður hlutafé félagsins 5.029.761.494 krónur að nafnvirði. Markaðsvirði félagsins er rúmlega 29 milljarðar króna.

Í tilkynningunni segir að aukningunni verði ráðstafað til greiðslu fyrir hlutabréf í Securitas og Senu.

Nýju hlutirnir veita hluthöfum sömu réttindi í félaginu og öðrum hluthöfum og tekur gildi frá og með skráningardegi hækkunarinnar hjá hluthafaskrá, segir í tilkynningunni