Fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypan Dagsbrún mun hefja dreifingu á fríblaði í Danmörku í haust, segir í frétt Radioavisen.

Dagsbrún hefur gefið til kynna að félagið hafi áhuga að flytja út hugmyndina af Fréttablaðinu og segir í frétt Radioavisen að nýja blaðinu verði dreift til allra heimila í Danmörku.

Dagsbrún hefur einnig verið orðað við fjölmiðlaeiningu norræna fyrirtækisins Orkla Group, sem talin er að sé til sölu, en einingin gefur út danska dagblaðið Berlinske Tidende og fríblaðið Urban.

Fríblað Dagsbrúnar mun einnig vera gefið út í samkeppni við annað danskt fríblað, MetroExpress.