Bresku blöðin hafa farið miklu fram í kjölfar dóms sem féll í gær, þar sem að dómstóll í Bretlandi úrskurðaði um að þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn landsins úr ESB sé ekki nóg heldur þurfi einni samþykki bæði lávarðadeild þingsins og neðri deild breska þingsins.

Dagblaðið Daily Mail , birtir meðal annars myndir af þeim þremur dómurum, sem að dæmdu í málinu yfir fyrirsögninni „Óvínir fólksins,“ (Enemies of the People). Þeir sem að eru ósáttir með ákvörðun dómstólsins (e. High Court), eru eflaust ævareiðir - en dómurinn verður tekinn fyrir í hæstarétti Bretlands í desember.

The Daily Telegraph, birti fyrirsögnina; „Dómararnir gegn fólkinu“ (e. The Judges versus the people) og Daily Express: „Við verðum að komast út úr Evrópusambandinu (e. We must get out of the EU).

Nú er það undir breska þinginu að ákvarða um framtíð úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu. Það gæti reynst ærið verkefni fyrir Theresu May, forsætisráðherra Bretland.

dagblöð
dagblöð