David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að umræða um aðgerðir til þess að draga úr fátækt verði fara fram samhliða umræðu um aðgerðir til þess að draga úr hlýnun loftslags. Þetta sagði hann á málfundi sem Associated Press fréttastofan boðaði til í tengslum við ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss.

Tilefni ráðstefnunnar var að ræða aldamótamarkmið Sameinuðu þjóðanna um að draga úr fátækt, hungri og barnadauða fyrir árið 2015. Á málfundinum var líka rætt um það hvaða markmið eigi að segja fyrir næstu 15 ár.

Íslandsvinurinn Bono var á meðal þeirra sem tóku þátt í panelumræðunum. Hann tók undir þá skoðun að eitt af höfuðmarkmiðunum ætti að vera baráttan gegn loftslagsbreytingum.

Fulltrúar frá Nígeríu, Save the Children International og Prudential tók þátt í umræðunum. Michael Oreskes, ritstjóri hjá AP fréttastofunni, stýrði umræðunum.