Átök innan stjórnar lágfargjaldaflugfélagsins EasyJet hafa stigmagnast. Stofnandi og eigandi 29,6% hlutafjár í félaginu, Stelios Haji-Ioannau, skipaði tvo stjórnendur yfir hluta EasyJet samstæðunnar í óþökk afgangs stjórnar EasyJet. Stelios hefur hótað að skipað sjálfan sig stjórnarformann félagsins í síðustu viku í samræmi við samkomulag frá árinu 2002, sem gerir honum kleift að skipa sjálfan sig í það starf svo fremi sem hann eigi yfir 10% hlutafjár. Þetta kemur fram hjá Telegraph.

Skipun mannanna tveggja er í samræmi við samkomulag frá árinu 2000 þegar EasyJet var skráð á markað. Stelios viðurkennir að það samkomulag kann að teljast óljóst, og nú takast lögmenn Stelios og stjórnarinnar á um hvort samkomulagið sé í gildi. Stelios segir að samkomulagið sé skýrt, honum sé kleift að skipa tvo stjórnendur eftir sínu höfði skipi hann sjálfan sig stjórnarformann félagsins. Hann vilji hins vegar ekki taka það starf, en engu að síður skipa starfsmennina. Lögmenn fari nú yfir hvað sé rétt í málinu.

Stelios vill að EasyJet dragi saman í starfsemi sinni sem ekki telst til kjarnastarfsemi, en yfir fjórðungur tekna félagsins kemur nú þaðan. Stelios vill einnig að arðgreiðslur verði auknar og hætt við einhverjar þeirra flugvélapantana sem félagið á inni hjá Airbus.