Heldur dró úr atvinnuleysi í Frakklandi á þriðja ársfjórðungi en það mældist 8,3%. Í  fjórðungnum þar á undan mældist það 8,5%.

Í Hálf fimm fréttum Kaupþings segir að án yfirráðasvæða utan Evrópu mældist atvinnuleysi í Frakklandi í 7,9% á tímabilinu. Þrátt fyrir aukinn hagvöxt er spáð að atvinnuleysi komi til með að aukast fljótlega aftur vegna áhrifa bandarísku undirmálskrísunnar og á sama tíma mun hátt olíuverð draga úr kaupmætti heimila.