Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur hækkað talsvert í kjölfar útgáfu skuldabréfa í dollurum í síðustu viku og nálgast þau kjör sem fengust í útboðinu. Í dag hækkaði álagið um þrjá punkta samkvæmt upplýsingum á Keldunni og er það nú orðið 280 punktar en var snemma í síðustu viku komið niður fyrir 200 punkta.