Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, segir að þrá­lát verð­bólga vestan­hafs á fyrsta árs­fjórðungi setji fyrir­hugaðar vaxta­lækkanir á árinu í upp­nám.

Seðla­banki Banda­ríkjanna gerði ráð fyrir þremur vaxta­lækkunum á árinu en stýri­vextir bankans eru 5,25% og hafa ekki verið hærri í 22 ár.

Í gær­kvöldi sagði Powell að á meðan efna­hags­um­svif vestan­hafs séu enn mikil og verð­bólgan helst þrá­lát sé ekki á­stæða til að lækka vexti.

Undir lok síðasta árs gáfu hreyfingar á skulda­bréfa­markaði til kynna að fjár­festar ættu von á allt að sjö vaxta­lækkunum í ár, sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Ef marka má hreyfingar á skulda­bréfa­mörkuðunum nú hafa þær vonir dvínað all­veru­lega.

S&P 500 lækkaði ör­lítið í gær eftir um­mæli Powell og fór á­vöxtunar­krafa á ríkis­skulda­bréfum til tveggja ára upp í 5% um stutta stund en krafan hefur ekki verið hærri síðan í nóvember í fyrra.