Verðbréfamarkaðir í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum tóku dýfu í upphafi vikunnar þegar ótti greip um sig meðal fjárfesta vegna verðhruns á kínverskum hlutabréfamarkaði. Frá því á mánudag hefur hlutabréfavísitalan í Sjanghæ lækkað um tæp 9%, og aðrir verð- bréfamarkaðir hafa einnig mátt þola lækkanir, þó þær hafi gengið til baka að hluta þegar leið á vikuna. Frá því um miðjan júní hefur Sjanghæ-vísitalan lækkað um meira en 43%, sem hefur vakið upp áleitnar spurningar um stöðu næststærsta hagkerfis heims.

Vegna væringanna í upphafi vikunnar lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti í Kína um 0,25%, niður í 4,6%. Það er í fimmta sinn síðan í nóvember síðastliðnum sem stýrivextir eru lækkaðir í landinu, í þeirri von að blása auknu lífi í kínverskan efnahag.

Burðarstoð í hagvexti heimsins

Þróun efnahagsmála í Kína undanfarna mánuði bendir sterklega til þess að farið sé að hægja á vexti hagkerfisins, sem er með um 15% af framleiðslu heimsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .