Drew Barrymore og Eddie Murphie eru þær Hollywood-stjörnur sem eru efst á lista yfir þá leikara sem fá of há laun fyrir vinnu sína. Í frétt Forbes eru laun leikaranna borin saman við tekjur þriggja nýjustu kvikmyndanna, sem þeir léku aðalhlutverkið í. Fyrir hvern bandaríkjadal sem Barrymore fær greiddan fyrir leik sinn hala kvikmyndir hennar aðeins inn 40 sent. Kostnaður framleiðandans við að ráða Barrymore var með öðrum orðum meira en tvöfaldar heildartekjur kvikmyndanna.

Barrymore er í algerum sérflokki hvað þetta varðar, því Eddie Murphie er að minnsta kosti réttu megin við núllið. Fyrir hvern bandaríkjadal sem hann fær greiddan hala myndir hans inn um 2,18 dölum. Þetta þýðir að ríflega helmingur af tekjum kvikmyndanna fer í að greiða laun Murphies og afgangurinn verður að standa undir öllum öðrum kostnaði við gerð myndanna, sem hann gerir að sjálfsögðu ekki. Rétt er að ítreka að við þessa athugun voru aðeins þrjár nýjustu kvikmyndir viðkomandi leikara skoðaðar, því eldri kvikmyndir Murphies hafa skilað gríðarlegum tekjum til framleiðenda þeirra.

Listinn í heild sinni er þessi:

1. Drew Barrymore

2. Eddie Murphie

3. Will Ferrell

4. Reese Witherspoon

5. Denzel Washington

6. Nicolas Cage

7. Adam Sandler

8. Vince Vaughn

9. Tom Cruise

10. Nicole Kidman