Óvenju milt veðurfar fyrri part veturs í Japan, Evrópu og í Bandaríkjunum, auk veiks hagvaxtar og eftirspurnar í Rússlandi, Kína og Brasilíu og öðrum nýmarkaðsríkjum hefur dregið mikið úr eftirspurn eftir olíu samkvæmt Alþjóðlegu orkustofnuninni (e. International Energy Agency eða IEA).

Olíueftirspurn drógst saman milli þriðja og fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem nemur 0,34 milljónum tunna. Gert er ráð fyrir því að eftirspurn muni dragast saman um annað eins 1. ársfjórðungi þessa árs.

Gert er ráð fyrir því að offramboð á olíu verði um 1,5 milljón tunna á dag á fyrri helming þessa árs. Markaðurinn mun því að öllum líkindum halda áfram að drukka í offramboði á olíu. Líklegt er að olíuverð muni halda áfram að lækka vegna þessa, en það er nú komið undir 28 dali á tunnu og hefur ekki verið lægra í 12 ár.

Íran mun að mestum líkindum vera eina ríkið innan OPEC sem mun auka við framleiðslu, en um síðustu helgi voru efnahagsþvingunum á landinu aflétt. Gert er ráð fyrir því að landið muni tvöfallda framleiðsluna á árinu.