Vélhönnunarfyrirtækið  EcoMotors International hefur nú lokið B-hluta fjármögnun sinni með 23,5 milljóna dollara framlagi frá Bill Gates stjórnarformanns Microsoft og indverjans Vinod Khosla yfirmanni  Khosla Ventures sem stofnaði m.a. Sun Microsystems.

Eiga þeir nú samanlagt 47% í  EcoMotors sem stefnir að framleiðslu á hinni byltingarkenndu OPOC dísilvél. Er félaginu nú unnt að ljúka prófunum á vélinni en kínverskt iðnfyrirtæki verður fyrsti viðskiptavinur fyrirtækisins.

Peter Hofbauer, forstjóri EcoMotors segir að OPOC vélin ((opposed piston, opposed cylinder) sé helming minni og ríflega helmingi léttari en hefðbundin dísilvél sem skilar sama afli. Þá er hún einnig um 50% sparneytnari. OPOC vélin er tvígengisvél þar sem tveir bulluhausar eru í hverjum strokki. Strokkarnir liggja lárétt gengt hvorum öðrum við sveifarásinn ekki ósvipað og í Boxervélum Subaru.

Er nú lögð áhersla á að ljúka hönnun og prófunum á tveggja eininga 300 hestafla vél í trukka sem er með 600 feta togkraft á hvert pund að því er fram kemur á vefsíðu Automotive Industries.