Óvíst er hvort sú ákvörðun að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrrum forstjóra HB Granda úr forstjórastólnum og ráða Guðmund Kristjánsson aðaleiganda Brims hafi verið lögleg. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um að stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til sé óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið nema að fengnu samþykki hluthafafundar.

Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður segir í samtali við Fréttablaðið að lagaákvæðinu sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar í stjórninni á meðan óvissuástand ríkir.