
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.

Óvíst er hvort sú ákvörðun að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrrum forstjóra HB Granda úr forstjórastólnum og ráða Guðmund Kristjánsson aðaleiganda Brims hafi verið lögleg. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um að stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til sé óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið nema að fengnu samþykki hluthafafundar.
Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður segir í samtali við Fréttablaðið að lagaákvæðinu sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar í stjórninni á meðan óvissuástand ríkir.