Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem leggur fram frumvarp um hækkun eftirlitsgjalds sem rennur til FME úr 1,62 milljörðum í tvo milljarða, segir sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins (FME) tryggt með því að það meti sjálft eigin fjárþörf. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Í frétt blaðsins segir að áform um aukin fjárframlög til FME hafi mætt andstöðu á Alþingi og gagnrýni frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar vilji að lagt verði sjálfstætt mat á þörf FME fyrir aukin framlög. Árni Páll segir að aukin fjárframlög til FME séu að tillögu erlendra sérfræðinga sem telji að byggja þurfi upp þekkingu og getu eftirlitsins. Verið sé að vinna að nýjum verkefnum og rannsóknir á föllnu bönkunum séu ennþá fyrirferðarmiklar.