Vísbendingar eru um að álnotkun í ár muni aukast nokkuð. Þetta kemur fram í yfirliti IFS greiningar um þróun álverðs sem kom út í gær.

Umframframboð og mikil birgðastaða verður áfram vandi sem vinna þarf á áður en eðlilegt jafnvægi næst á milli framboðs og eftirspurnar. Gert er ráð fyrir að verð haldist um $1.800 næsta mánuðinn.