*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 26. maí 2019 10:31

Eignalaust þrotabú efnalaugar

Samtals var kröfum upp á tæplega 76,7 milljónir króna lýst í bú Hvera ehf. sem áður hét Svanhvít efnalaug ehf.

Ritstjórn
vb.is

Skiptum er lokið á félaginu Hverar en engar eignir fundust í búinu. Samtals var kröfum upp á tæplega 76,7 milljónir króna lýst í búið. 

Félagið hét áður Svanhvít efnalaug ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta 19. september í fyrra. Skiptum á búinu lauk strax í desember sama ár en tilkynning þessa efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. 

Samkvæmt fyrirtækjaskrá RSK er annað félag sem ber nú nafnið Svanhvít efnalaug ehf. 

Stikkorð: gjaldþrot
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is