Fjárfestingarsjóðurinn Inter Long Term Capital, sem er skráður í Lúxemborg, hefur eignast 6,5% hlut í stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Samkvæmt flöggunartilkynningu á sjóðurinn nú um 27,3 milljónir hluta sem er um 19,4 milljarða íslenskra króna að markaðsvirði.

Inter sjóðurinn er nú næst stærsti hluthafi Össurar, aðeins á eftir danska fjárfestingarsjóðnum William Demant Invest sem á ráðandi hlut í stoðtækjaframleiðandanum. Þá eiga danski lífeyrissjóðurinn ATP og Lífeyrissjóður verzlunarmanna yfir 5% hlut hvor.

Inter sjóðirnir eru reknir af Inter Fund Management sem heyrir undir Interogo Holding. Síðarnefnda félagið er í eigu sjálfseignarfélagsins Interogo Foundation sem á einnig Inter IKEA Group samstæðuna. Interogo Foundation var um tíma af stýrt af Ingvar Kamprad, stofnanda IKEA, og fjölskyldu hans.