Eignastýringafyrirtækið Williams de Broë, sem er í eigu Evolution Securities, á í viðræðum um kaup á eignastýringarhluta Kaupthing Singer & Friedlander fyrir um 10 milljónir punda.

Samkvæmt frétt Financial Times á enn eftir að semja um einhver smáatriði en kaupin gætu þó gengið í gegn fyrir mánudag.

Alex Snow, framkvæmdastjóri Evolution, hefur einnig áhuga á að kaupa hlut í Kaupthing Capital Market, sem er verðbréfamiðlunarhluti Kaupþings í Bretlandi.

Þær viðræður eru á byrjunarstigi og yfirtaka Snow á allri starfseminni er talin ólíkleg.

Financial Times greindi frá.