Eignir í stýringu verðbréfa- og fjárfestingasjóða drógust saman um 30 milljarða í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út af fjármálaeftirlitinu um ársreikninga fjármálafyrirtækja. Morgunblaðið fjallaði einnig um málið.

Um áramótin námu eignir í fjárfestinga- og verðbréfasjóðum 489 milljörðum króna samanborði við 519 milljarða árið á undan.

Eignir fjárfestingasjóða minnka

Heildareignir fjárfestingasjóða drógust saman um 32 milljarða milli ára. Eignirnar námu rétt rúm­lega 332 millj­arðar króna í lok síðasta árs sam­an­borið við 364 millj­arða árið áður.