Arion banki.
Arion banki.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.131,3 milljörðum króna í lok júlí og hækkuðu um 3,4 milljarða króna á milli mánaða. Innstæður í Seðlabankanum námu 22,2 milljörðum króna og hækkuðu um 2,5 milljarða króna. Útlán og eignaleigusamningar námu 928,6 milljörðum króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 0,5 milljarða króna. Skuldir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.074,1 milljörðum króna í lok júlí og hækkuðu um 2,9 milljarða króna á milli mánaða. Eigið fé nam 57,1 milljörðum króna í lok júlí af því er fram kemur í hagtölum Seðlabanka Íslands.