Heildareignir Milestone ehf. lækkuðu um sem svarar 114 milljörðum króna á eins og hálfs árs tímabili samkvæmt endurskoðunarskýrslu sem Ernst & Young endurskoðunarskrifstofan vann fyrir Jóhannes Albert Sævarsson tilsjónarmann með nauðasamningum Milestone.

Í upphafi tímabilsins, 22. júní 2007, átti Milestone eignarhlut í 21 félagi og nam bókfært virði þeirra ríflega 100 milljörðum króna.

Þegar komið var fram að 30. júní sl. voru félögin komin niður í 10 samkvæmt ósamþykktu ársuppgjöri Milestone frá 31. desember 2008.

Eignarhluturinn var þá komin niður í 2,6 milljarða en hafði verið 116,7 milljarðar samkvæmt prófjöfnuði. Heildarniðurfærsla bréfanna nam því 114 milljörðum króna.