Alls seldist stofnfé fyrir rúmlega 2,7 milljarða króna í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Norðlendinga (SPNOR) sem efnt var til í árslok og segir Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri, að nú sé fyrirhuguðum samruna við Byr-sparisjóð ekkert að vanbúnaði.

Beðið er eftir að Fjármálaeftirlitið yfirfari samrunaáformin, sem fer fram með formlegri yfirtöku Byrs á SPNOR, og kveðst Örn bjartsýnn framhaldið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .